
Dagskráin er mætt
DEILA
Með stolti og þakklæti kynnum við dagskrá Rabarbarahátíðar á Blönduósi 28. júní — með fyrirvara um breytingar.
Við höfum lagt okkur fram um að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og að höfða til mismunandi markhópa. Við leggjum áherslu á horfnar hefðir og að börnin skemmti sér sem best. Einnig var áhersla lögð á samstarf við heimafólk og er öll tónlist á hátíðinni er flutt af fólki sem býr á svæðinu eða hefur rætur til þess.
Skemmtileg nýjung á hátíðinni er Matar- og drykkjarslóð en öll veitinga- og kaffihús á Norðurlandi vestra voru hvött til að fagna rabarbaranum með okkur og bjóða upp á rétti eða drykki með rabarbara í þessa helgi sem hátíðin er haldin. Þátttakan kom okkur skemmtilega á óvart og átta fyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt þátttöku og eru tilgreind hér á heimasíðu hátíðarinnar.