Samhjól á rabarbarahátið
Laugardaginn 28.júní efnir Rabarbarafélag Íslands í samstarfi við reiðhjólaverslunina Örninn til hjólaviðburðar í gamla bænum á Blönduósi í tengslum við rabarbarahátíð.
Hjólað verður saman frá gamla bænum upp Svínvetningabraut og að Svínavatni þar sem boðið verður upp á hressingu (merkt með rauðum hring á korti).
Þaðan verður hjólað hringinn í kringum vatnið og aftur niður á Blönduós þar sem fram fer rabarbarahátíð, þeir sem ekki treysta sér alla leið geta snúið við eftir áningu við vatnið. Hægt að sækja gpx af leið hér:
Leiðtogar samhjólsins verða brottflutti Blönduósingurinn Anna Linda Sigurgeirsdóttir og eiginmaður hennar Jón Þór Jónsson sem einnig leiddi samhjól í fyrra með glæsibrag.
Öll leiðin er 58 km og heildarhækkun 626m. Styttri útgáfa er 36 km með mestu hækkun um 200 m. Fyrir þá sem vilja meira er hægt að hjóla aðeins lengra og skreppa fram að Blöndulóni (130km) — sjá hér: https://www.strava.com/routes/3218159945078080532
Fyrir krakka verður sett upp þrautabraut á Bönduósi og boðið upp á hjólastillingar fyrir alla.
Vestur-Húnvetningurinn og hjóladrottningin María Ögn Guðmundsdóttir verður á staðnum og veitir ráðgjöf varðandi hjólreiðar, hjólaviðgerðir og ferðalög á hjólum.
Söluráðgjöf og reynsluakstur á nýjum hjólum frá Erninum.
og hér er viðburðuinn á Facebook: