Uppskriftarkeppni
Rabarbarahátíðin á Blönduósi efnir til uppskriftarkeppni! Þátttakendur skila unninni vöru í Krútt við Koppagötu klukkan 11:00-12:00 á hátíðardaginn,
Vörurnar geta verið matur, sápur og hreinsiefni, drykkur eða hvað sem þátttakendum dettur í hug, skilyrði er að megininnihaldið sé rababari.
Væntanlegir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram (sjá skráningarform hér að neðan) fyrir klukkan 10:00 laugardaginn 28. júní. Fyrstu 5 þátttakendurnir sem skrá sig fá (óvæntan) glaðning!
Dómnefnd skipuð 3 sérfróðum einstaklingum metur vörurnar með samræmdum hætti.
Úrslit verða kynnt um klukkan 14:00 og eftir það gefst gestum tækifæri til að smakka á réttunum og/eða prófa á annan hátt eftir aðstæðum.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu uppskriftirnar og uppskriftir sem vekja eftirtekt á einhvern hátt
Nánari upplýsingar veitir Ingunn Gísladóttir ingunn.gisladottir@gmail.com